Ferskur heimsendir í hverri viku

21 Mar March

Landbúnaðarbyltingin hófst fyrir um 10.000 árum, maðurinn náði betri tökum á náttúrunni og endalokin hófust. Í annarri heimsendingu reyna Jói og Snorri að kryfja sláttuvélina, verkfæri sem virðist saklaus en þegar betur er að gáð leynast í henni drög að síðasta kaflanum. Það verður spennandi að vita hvort grasflatir jarðar verða snyrtilegar og fínar þegar Kronus kemur með ljáinn og við endum öll í heybagga endalokanna.