Ferskur heimsendir í hverri viku

21 Mar March

Fastastjörnurnar, þyrilþokurnar og sólkerfin hafa mótað líf okkar í margar aldir. Þetta veit fólk. Myrka hlið tunglsins getur hæglega sagt til um það hvort þú sért áræðinn, feiminn eða illa gefinn. Jói og Snorri skjóta sér út í geim og reyna að draga línur á milli stjarnanna og finna hvernig stjörnuspeki mun rústa okkur. Hvernig mun okkur líða þegar við opnum Moggann og allar stjörnuspárnar segja það sama og Utangarðsmenn: Þið munuð öll, þið munuð öll, þið munuð öll deyja?