Ferskur heimsendir í hverri viku

28 May May

Gerðu okkur greiða; líttu út um gluggann. Hvað sérðu? Er blessuð blíðan? Er BONGÓ? Think again. Þetta er gluggaveður. Sólin lokkar þig út eins og mús í gildru, út í kuldann, út í nístings rokið. En innst inni veistu það samt. Þú veist að það er verið að ljúga að þér og það gerir þig einmitt mennskan, sem er ekki endilega hrós. Dofinn, uppgjöfin og umkomuleysið. Við erum öll bara að díla við hvað allt er absúrd og yfirborðskennt. Þú ert bara að draga af þér maskann eins og Patrick Bateman, en undir maskanum er bara tómið, myrkrið, og þú heldur áfram að flysja þig eins og skemmdan lauk, lag fyrir lag. Í staðinn stingurðu bara hausnum í sandinn, hendir þér út í kviksyndið; Youtube, Netflix, the Kardashians (eða Kattarshians) og Klám. Lætur þig sökkva ofan í sófann og instagrammar gluggaveðrið. 

 Í 10. þætti pæla Jói og Snorri í gluggaveðri og bjartsýni.